Þá eru eldhúsdagsumræðurnar yfirstaðnar. Það er alltaf sama stroglið í þessum umræðum fyrir Alþingiskosningar. Ég ætla ekki að skrifa hér ræður þeirra sem töluðu í pontu en það eru skot á báða boga í öllum málefnum nánast, stjórnendur hafa ekki staðið við þetta og hitt og stjórnarandstaðan dregur allt niður í svaði ef þeir komast til valda. En nú er svo komið að mínu mati mættu verða breytingar á stjórnarliðinu. Það er ekki gott held ég að sömu aðilar sitji við stjórnvölin lengur , tólf ár er nógur tími. En svo vaknar alltaf sú spurning "hvað á að kjósa" hverjum treystum við til þess að stjórna landinu okkar það er stóra spurningin. Ég er á því að framsókn fái hvíld og það í langan tíma enda hneyksli að þessi flokkur með 8 - 12 prósenta fylgji skuli vera jafn flokki með 38 prósenta fylgji í ríkisstjórn. Sjálstæðisflokkurinn er búin að gera mjög gott og allof gott fyrir sína menn sem vita varla aura sinna tal því ríkidæmið er orðið að stórveldi hjá mörgum hagsmunavinum. Svo er talað um að launamismunur sé minnstur hér af öllum norðurlöndunum, að það skuli vera hægt að koma með svona fullyrðingar, það er með ólíkindum, dæmir hver sem dæma vill.
Flokkur: Bloggar | 15.3.2007 | 13:18 (breytt 23.3.2007 kl. 13:55) | Facebook
Færsluflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.