Fermingarnar.

Það er án efa allt á fullu í undirbúningi hjá foreldrum um land allt fyrir Fermingar barna sinna. Ég er ein af þeim sem tek þátt í því vegna barnabarna minna og það er mikið og margt sem þarf að hugsa um og framkvæma fyrir Fermingardaginn.  Mér finnst nú á dögum allt of mikið stress og læti í sambandi við að halda eina veislu, ég tala nú ekki um peningaútlátið og líka hvað allt hefur hækkað og er dýrt í dag, sama hvað það er. Auðvitað fá öll börn fermingarföt, áletraða sálmabók, skreytt fermingarkerti, að ógleymdri fermingatertunni, stúlkur fara í hárgreiðslu og snyrtingu, svo er það myndataka, þá veislusalur ef þess þarf og veisluföngin, ýmist kaffiboð eða matarboð. Það er eitt enn og virðist vera nú til dags aðalmálið og það eru borð og blómaskreytingar í veislunni. Jú,vissulega er þetta allt mjög fágað og fallegt en kostnaðurinn hlýtur að vera ansi mikill fyrir eina veislu hjá fermingarbarni.  Ég gerði það að gamni mínu að fara á stúfana og skoðaði margt í sambandi við þetta allt saman og þá varð mér ljóst að veislur af þessu tagi geta kostað þegar er allt er talið ( fer eftir fjölda gesta) frá  120 þúsund og allt upp í 400 þúsund.  Ég held að þetta sé komið eiginlega út í öfgar hjá sumum, það er eins og það sé oft um kapphlaup að ræða hver hefur fínustu veisluna og flesta gestina, ég hef heyrt um alt að 200 manna fermingaveislu og hverjir eru það sem láta verst, auðvitað foreldrarnir.  En það má ekki gleymast að það eru alltof mörg börn sem líka fermast þar sem fátækt ríkir og litlir sem engvir peningar til en eru samt ánægð og gera sér það að góðu sem þeim er fært. Það mætti staldra svolítið við og hugsa um út á hvað fermingin gengur, jú börnin boða komu sína til guðs og játast honum inn í kristna trú  og eins og Jesús sagði,  leyfið börnunum að koma til mín, þar er tekið jafnt á móti öllum börnum með opnum örmum.   En því miður, svona er Ísland í dag. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband