Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ilmur af vori.

Nú er frostið og snjórinn farinn en það hefur rignt töluvert, þegar styttir upp þá er engu likara en að það sé að koma vor. Grasið kemur nánast grænt undan snjónum og svo er svo góður ilmur í loftinu af gróðrinum enda hefur verið hér frá 5 og upp í 10 stiga hiti undanfarna daga. Það liftist alltaf á manni brúnin þegar að verður svona breyting í loftinu og svo er farið að birta töluvert svo skammdegisþunglyndið léttist af fólki þessa dagana. Nú er bara að horfa til vorsins með björtum augum. Grin

Þorri gengin í garð.

Nú er þorri gengin í garð með frosti og snjó á fróni. Við vorum með fjölskyldu þorrablót í gær á bóndadaginn, þar var mikið borðað súrt og ósúrt að ógleymdum hákarlinum. Eftir matinn var svo nikkan dreginn upp og Sissi spilaði að sinni alkunnu snild. Það er alltaf svo skemmtileg stemming þegar fjölskyldur koma saman við svona tækifæri  Smile


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband