17 júni Þjóðhátíðardagurinn

Íslenski Fáninn 004Íslenski Fáninn 004Íslenski Fáninn 004Íslenski Fáninn 004

  Til hamingu með daginn allir nær og fjær.


Spurningalisti

 

1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM Já ömmu minni

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Man það ekki

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? já  mjög  vel  að sögn annara

4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST?  Íslenskt Lambakjöt

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ?   Já  fjögur stykki

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? 

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?  það er ekki oft en kemur fyrir

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?  Aldrei

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?  Hafragrautur

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?  Já yfirleitt

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ?  Já og ? Fer eftir atvikum

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?  Ís með strussel

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?  Framkoma, persónuleiki.

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Rauðbleikur

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Ef ég geri eitthvað sem er ekki rétt.

16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Þeim sem hafa hvatt okkur hinstu kveðju.

17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Já, allir sem lesa þetta EIGA að svara þessum lista

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Gallabuxum og svörtum Groggs

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? Normalbrauð m/ mysing

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Morgunúvarpið  rás 2

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?  Vínrauður

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?  Hreintt loft

23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? Boggu dóttur mína

24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR,   Já besta vinkona mín

5. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Skautalist og frjálsar

26. ÞINN HÁRALITUR ? Grásprengdur

27. AUGNLITUR ÞINN ? Blár

28. NOTARÐU LINSLUR ? Nei

29. UPPÁHALDSMATUR ? Ýsa, skata sígin fiskur, gellur og flr

30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?  Horfi aldrei á hrylling, Góður  endir er alltaf það besta

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? Það eru svo mörg ár, man það ekki

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? Man ekki svo langt afturí tímann 39 ár.

33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?  Fromas

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Rósa

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Óskar

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Glerlistasköpun og litafræði

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Engin motta

38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?  Jane Eyer

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Stones.

40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Sevilla

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?  Aðrir verða að svara því

42. HVAR FÆDDISTU ? Kæru Reykavík

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Hverjum sem er

« tillbaka

 


Árshátíð !

Nú er verið að undirbúa sig fyrir árshátíð Atafls og verður hún haldin í Blue Lagoon. En alltaf -er það blessaða veðrið sem spáð er í, nú er brjálað rok og rigning og þá verður maður eins og skerpukjöt þegar að komið verður á staðinn svo var í fyrra 2006 brjálað rok og blind hríð og mikið frost enda voru allir eins og freðýsur þegar að komið var á staðinn þá. Ég vil óska öllum góðrar helgar og hafið þið það sem best.  GM

Fermingarnar.

Það er án efa allt á fullu í undirbúningi hjá foreldrum um land allt fyrir Fermingar barna sinna. Ég er ein af þeim sem tek þátt í því vegna barnabarna minna og það er mikið og margt sem þarf að hugsa um og framkvæma fyrir Fermingardaginn.  Mér finnst nú á dögum allt of mikið stress og læti í sambandi við að halda eina veislu, ég tala nú ekki um peningaútlátið og líka hvað allt hefur hækkað og er dýrt í dag, sama hvað það er. Auðvitað fá öll börn fermingarföt, áletraða sálmabók, skreytt fermingarkerti, að ógleymdri fermingatertunni, stúlkur fara í hárgreiðslu og snyrtingu, svo er það myndataka, þá veislusalur ef þess þarf og veisluföngin, ýmist kaffiboð eða matarboð. Það er eitt enn og virðist vera nú til dags aðalmálið og það eru borð og blómaskreytingar í veislunni. Jú,vissulega er þetta allt mjög fágað og fallegt en kostnaðurinn hlýtur að vera ansi mikill fyrir eina veislu hjá fermingarbarni.  Ég gerði það að gamni mínu að fara á stúfana og skoðaði margt í sambandi við þetta allt saman og þá varð mér ljóst að veislur af þessu tagi geta kostað þegar er allt er talið ( fer eftir fjölda gesta) frá  120 þúsund og allt upp í 400 þúsund.  Ég held að þetta sé komið eiginlega út í öfgar hjá sumum, það er eins og það sé oft um kapphlaup að ræða hver hefur fínustu veisluna og flesta gestina, ég hef heyrt um alt að 200 manna fermingaveislu og hverjir eru það sem láta verst, auðvitað foreldrarnir.  En það má ekki gleymast að það eru alltof mörg börn sem líka fermast þar sem fátækt ríkir og litlir sem engvir peningar til en eru samt ánægð og gera sér það að góðu sem þeim er fært. Það mætti staldra svolítið við og hugsa um út á hvað fermingin gengur, jú börnin boða komu sína til guðs og játast honum inn í kristna trú  og eins og Jesús sagði,  leyfið börnunum að koma til mín, þar er tekið jafnt á móti öllum börnum með opnum örmum.   En því miður, svona er Ísland í dag. 

 


Vændi nánast lögleitt á Íslandi.

Með síðustu verkum Alþingis um helgina var að breyta lögum sem gera það að verkum að sala á VÆNDI er ekki lengur refsiverð á Íslandi svo lengi sem það er ekki stundað til framfærslu og hinsvegar er ekki refsivert að kaupa vændi.  Það er bannað að vera melludólgur en samt má stunda vændi með óbeinum hætti. Það er eitthvað mikið að hér þegar menn greiða athvæði sitt í svona starfsemi, þvílík siðblinda.  Á meðan berjast mörg lönd á móti mannsali ég tala nú ekki um kynlífsþrælkun á börnum og unglingum út um allan heim,  er ekki verið að bjóða hættunni heim með þessum breytingum á lögum hér á Ísland. Hvað halda menn að þetta eigi eftir að hafa í för með sér?  Það má líka minna á allt barnaklámið sem flæðir út um allt, ekkert virðist vera hægt að gera til að sporna við þeim viðbjóði, og einnig baráttuna við að ná til barnaníðinga og þeirra sem lifa af því að framleiða klám.  Ætla þeir aðilar sem greiddu athvæði með vændi á Íslandi að taka á sig alla ábyrgð ef eitthvað fer úrskeiðis eða öðruvísi en ætlað var með breytingu á þessum lögum.  Þvílíkir Bananar Sick 


Kosningaskjálftinn í hámarki.

Þá eru eldhúsdagsumræðurnar yfirstaðnar. Það er alltaf sama stroglið í þessum umræðum fyrir Alþingiskosningar.  Ég ætla ekki að skrifa hér ræður þeirra sem töluðu í pontu en það eru skot á báða boga í öllum málefnum nánast, stjórnendur hafa ekki staðið við þetta og hitt og stjórnarandstaðan dregur allt niður í svaði ef þeir komast til valda. En nú er svo komið að mínu mati mættu verða breytingar á stjórnarliðinu. Það er ekki gott held ég að sömu aðilar sitji við stjórnvölin lengur , tólf ár er nógur tími.  En svo vaknar alltaf sú spurning  "hvað á að kjósa"  hverjum treystum við til þess að stjórna landinu okkar það er stóra spurningin. Ég er á því að framsókn fái hvíld og það í langan tíma enda hneyksli að þessi flokkur með 8 - 12 prósenta fylgji skuli vera jafn flokki með 38 prósenta fylgji í ríkisstjórn. Sjálstæðisflokkurinn er búin að gera mjög gott og allof gott fyrir sína menn sem vita varla aura sinna tal því ríkidæmið er orðið að stórveldi hjá mörgum hagsmunavinum.  Svo er talað um að launamismunur sé minnstur hér af öllum norðurlöndunum, að það skuli vera hægt að koma með svona fullyrðingar, það er með ólíkindum, dæmir hver sem dæma vill.   

Sprengidagur, namm,namm

Þá er verið að undirbúa sprengidaginn með promp og prakt, eina skiptið á árinu sem maður borðar saltkjöt og baunir. Ég legg alltaf baunirnar í bleyti kvöldinu áður og síð þær svo morguninn eftir því baunasúpan er æðislega góð sérstaklega þegar að hún er látin standa dálítin tíma áður en maður neytir hennar, nammi nammi namm.

Bolla,bolla og aftur bolla.

Nú er Bolludagur framundan en allir þjófstarta deginum því fólk var farið að hafa bollukaffi í gær laugardag, en ég setti á nokkrar bollur í dag en viti menn,  þegar að ég ætlaði að bjóða upp á bollur með kaffinu þá vildi engin bollu hva, allir "listalausir" Þá höfðu flestir gesta minna borðað yfir sig í gær enda þegar að ég framreyddi bollurnar mín þá urðu flestir Sick í framan.

" OH" Snjór og frost aftur.

Frown  Alltaf sama sagan, ég sem var að vona að það kæmi ekkert svona hret og frost fyrr en um Páska.  Ekki er hægt að deila við veðurguðina svo maður verður bara að taka því sem koma skal.  Í dag er mjög fallegt veðrið, hvít sleikja yfir öllu og Esjan skartar sýnu fegursta í heiðskírri sólinni. Við rúntuðum í Sandgerði, komum við hjá Írisi og CO, sáum flugvélarnar taka upp og lenda hver af annari og það finnst mér alltaf svo gaman og flott að sjá, það er sennilega af því að fyrir það fyrsta fæddist ég við enda flugbrautar þar sem Hótel Loftleiðir stendur, svo þegar að við bjuggum í Njarðvík þá var húsið staðsett í fluglínu eins og ég kallaði það því suð-vestur og norð-austur brautin var í þeirri línu og maður gat hérumbil talið skrúfurnar í vængjum DC áttana þegar að þær voru í lendingu.


Ilmur af vori.

Nú er frostið og snjórinn farinn en það hefur rignt töluvert, þegar styttir upp þá er engu likara en að það sé að koma vor. Grasið kemur nánast grænt undan snjónum og svo er svo góður ilmur í loftinu af gróðrinum enda hefur verið hér frá 5 og upp í 10 stiga hiti undanfarna daga. Það liftist alltaf á manni brúnin þegar að verður svona breyting í loftinu og svo er farið að birta töluvert svo skammdegisþunglyndið léttist af fólki þessa dagana. Nú er bara að horfa til vorsins með björtum augum. Grin

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband